Íslensk borðtennisfjölskylda í fréttirnar á EM unglinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 12:30 Íslenska unglingalandsliðið sem keppti á EM unglinga í Malmö. @bordtennissambandislands Íslenska unglingalandsliðið keppti á dögunum á EM unglinga í Malmö í Svíþjóð og íslensk fjölskylda vakti þar sérstaka athygli. Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands) Borðtennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands)
Borðtennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira