„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júlí 2024 10:00 Guðmundur var leikmaður Hauka hér á landi og eitt tímabil á láni hjá Aftureldingu. vísir / vilhelm Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps. Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira