Breytt orðfæri, breytt hugsun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 14:01 Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun