Er óverðtryggða lánið að ganga frá fjölskyldunni? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. júní 2024 14:31 Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun