Er óverðtryggða lánið að ganga frá fjölskyldunni? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. júní 2024 14:31 Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun