Svar og opið bréf til Þórdísar Kolbrúnar varðandi vopnakaup íslensku þjóðarinnar Guðlaugur Bragason skrifar 7. júní 2024 10:30 Mig langaði að varpa nokkrum spurningum til þín Þórdís með tilvitnunum í grein þína „Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu“[1] 1) „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati." - Hvað þýðir þessi setning nákvæmlega? Að skattpeningum Íslendinga sé ráðstafað að mati einhvers fólks í Úkraínu? Hver sér um að álykta réttmæti þessa mats hér á landi og þá sérstaklega í því ljósi að Úkraína er eitt spilltasta ríki Evrópu?[2] - Önnur spurning varðandi þessa tilvitnun. Þetta mat Úkraínu á því hvert skattpeningar Íslands fara, hversu langt ætlum við að ganga? Mun Ísland t.d. fjármagna morðtilræði á rússneskum embættismönnum ef Úkraína metur sem svo að það sé samkvæmt þeirra brýnustu þörfum? 2) Þú segir að varnir séu ekki andstaða við frið heldur til að verja friðinn. Hefur þú eitthvað kynnt þér eða tjáð þig um viðtalið við Naftali Bennet fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels sem hann birti á youtube-rás sinni 4. febrúar 2023, 7 mánuðum eftir að hann hætti sem forsætisráðherra?[3] Bennet segir þar meðal annars frá því hvernig Zelenskyy forseti Úkraínu hafi beðið hann um að vera milliliður í viðræðum við Rússa fljótlega eftir upphaf innrásarinnar. Viðræðurnar þróuðust síðan þannig með milligöngu Bennet að Putin samþykkti að Zelensky yrði ekki fjarlægður af stóli og að Úkraína yrði ekki afvopnuð. Zelensky samþykkti að sama skapi að Úkraína myndi ekki ganga í NATO. Bennet segir að þarna hafi verið augljóst fyrir sér að báðir aðilar vildu vopnahlé og það sæi fyrir endan á átökunum. Bennet lýsir því svo hvernig Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta hafi þrýst á Zelensky að semja ekki og stríðið hafi því haldið áfram.[4] Utanríkisráðherra Tyrklands tók í sama streng um aðkomu NATO að því að slíta friðarviðræðum í öðru viðtali.[5] Hefur þú kynnt þér þetta friðarsamkomulag eða viltu meina að fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og utanríkisráðherra Tyrklands séu að búa þetta til? Er ekki fyrsta leiðin til að „verja friðinn" sú að hvetja og beita sér fyrir því að samþykktir friðarsáttmálar séu undirritaðir? 3) Þú nefnir þann „langsótta" möguleika að Ísland gæti verið hertekið vegna hernaðarlegs mikilvægis. Ef styrjöld brýst út þá sé ég ekki hvernig aðild að NATO sé að fara bjarga Íslandi eitthvað sérstaklega. Keflavíkurflugvöllur yrði líklega eitt fyrsta skotmarkið í slíku stríði og til að sprengja hann upp þyrfti engan landhernað. Maður spyr sig í þessu ljósi hvort það sé ekki óþarfi að styggja stærsta kjarnorkuveldi sögunnar að óþörfu ef ske kynni að flugvöllurinn yrði gerður að skotmarki? 4) „Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn" En Úkraína er ekki í NATO? Ef áherslur hernaðarbandalagsins snúast um að aðstoða vinaþjóðir sem eru ekki meðlimir bandalagsins, hvers vegna að stoppa við Úkraínu? Ætti bandalagið þá ekki að setja fótinn niður milli Ísraels og Palestínu, eða eru „vinaþjóðir" aðeins þær sem forsvarsmenn NATO ákveða að uppfylli þau skilyrði hverju sinni? 5) „Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu". - Af hverju eigum við að bera okkar stuðning saman við aðrar þjóðir? Við erum lítið herlaust land. Er ekki nóg framlag að okkar hálfu að NATO sé með greiðan aðgang að þessu hernaðarlega mikilvæga svæði sem Ísland er? - Er einhver lína þar sem háttvirtur utanríkisráðherra er tilbúinn að láta „beinar hótanir Rússa“ slá sig útaf laginu, eða er Ísland í þessu stríði til endaloka hvað sem gerist? 6) „Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi." Ég endurtek , ef hernaðarlegt mikilvægi Íslands er svona dýrmætt fyrir NATO, er það þá ekki einmitt skylda þín sem ráðherra að vinna í því að við sleppum ódýrt frá þessu samstarfi? Af hverju ekki að setja hagsmuni Íslands í fyrsta sæti og einmitt að tryggja við við getum komist eins ódýrt og óhætt frá svona samstarfi og hægt er? ------------------------------------------------------------- Ég spyr því að lokum Þórdís. Ef um er að ræða sameiginleg verkefni með bandamönnum okkar þar sem þú telur að framlag Íslands þurfi að vera í takt við önnur aðildaríki NATO. Hvernig stendur þá á því að við erum eina þjóðin sem hefur látið loka sendiráði okkar í Rússlandi? [6] Sendiráð eru hlutlausir fundarstaðir þar sem m.a. er hægt að eiga viðræður um frið, en með lokun sendiráðsins í Mosvku þá höfum við lokað á þann möguleika. Átti friður ekki að vera takmarkið? Höfundur er heimspekingur [1] https://www.visir.is/g/20242581243d/hvi-stydur-island-vopnakaup-fyrir-ukrainu- [2] https://www.theguardian.com/news/2015/feb/04/welcome-to-the-most-corrupt-nation-in-europe-ukraine [3] https://www.youtube.com/watch?v=qK9tLDeWBzs [4] https://dailysceptic.org/2023/02/05/west-blocked-ukraine-peace-deal-says-former-israeli-pm/ [5] https://dailysceptic.org/2023/02/14/media-ignores-evidence-that-west-opposed-ukraine-peace-deal/?highlight=putin%20peace [6] https://www.visir.is/g/20232425832d/loka-sendi-radinu-i-moskvu-og-tak-marka-um-svif-russa-her-lendis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Mig langaði að varpa nokkrum spurningum til þín Þórdís með tilvitnunum í grein þína „Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu“[1] 1) „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati." - Hvað þýðir þessi setning nákvæmlega? Að skattpeningum Íslendinga sé ráðstafað að mati einhvers fólks í Úkraínu? Hver sér um að álykta réttmæti þessa mats hér á landi og þá sérstaklega í því ljósi að Úkraína er eitt spilltasta ríki Evrópu?[2] - Önnur spurning varðandi þessa tilvitnun. Þetta mat Úkraínu á því hvert skattpeningar Íslands fara, hversu langt ætlum við að ganga? Mun Ísland t.d. fjármagna morðtilræði á rússneskum embættismönnum ef Úkraína metur sem svo að það sé samkvæmt þeirra brýnustu þörfum? 2) Þú segir að varnir séu ekki andstaða við frið heldur til að verja friðinn. Hefur þú eitthvað kynnt þér eða tjáð þig um viðtalið við Naftali Bennet fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels sem hann birti á youtube-rás sinni 4. febrúar 2023, 7 mánuðum eftir að hann hætti sem forsætisráðherra?[3] Bennet segir þar meðal annars frá því hvernig Zelenskyy forseti Úkraínu hafi beðið hann um að vera milliliður í viðræðum við Rússa fljótlega eftir upphaf innrásarinnar. Viðræðurnar þróuðust síðan þannig með milligöngu Bennet að Putin samþykkti að Zelensky yrði ekki fjarlægður af stóli og að Úkraína yrði ekki afvopnuð. Zelensky samþykkti að sama skapi að Úkraína myndi ekki ganga í NATO. Bennet segir að þarna hafi verið augljóst fyrir sér að báðir aðilar vildu vopnahlé og það sæi fyrir endan á átökunum. Bennet lýsir því svo hvernig Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta hafi þrýst á Zelensky að semja ekki og stríðið hafi því haldið áfram.[4] Utanríkisráðherra Tyrklands tók í sama streng um aðkomu NATO að því að slíta friðarviðræðum í öðru viðtali.[5] Hefur þú kynnt þér þetta friðarsamkomulag eða viltu meina að fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og utanríkisráðherra Tyrklands séu að búa þetta til? Er ekki fyrsta leiðin til að „verja friðinn" sú að hvetja og beita sér fyrir því að samþykktir friðarsáttmálar séu undirritaðir? 3) Þú nefnir þann „langsótta" möguleika að Ísland gæti verið hertekið vegna hernaðarlegs mikilvægis. Ef styrjöld brýst út þá sé ég ekki hvernig aðild að NATO sé að fara bjarga Íslandi eitthvað sérstaklega. Keflavíkurflugvöllur yrði líklega eitt fyrsta skotmarkið í slíku stríði og til að sprengja hann upp þyrfti engan landhernað. Maður spyr sig í þessu ljósi hvort það sé ekki óþarfi að styggja stærsta kjarnorkuveldi sögunnar að óþörfu ef ske kynni að flugvöllurinn yrði gerður að skotmarki? 4) „Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn" En Úkraína er ekki í NATO? Ef áherslur hernaðarbandalagsins snúast um að aðstoða vinaþjóðir sem eru ekki meðlimir bandalagsins, hvers vegna að stoppa við Úkraínu? Ætti bandalagið þá ekki að setja fótinn niður milli Ísraels og Palestínu, eða eru „vinaþjóðir" aðeins þær sem forsvarsmenn NATO ákveða að uppfylli þau skilyrði hverju sinni? 5) „Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu". - Af hverju eigum við að bera okkar stuðning saman við aðrar þjóðir? Við erum lítið herlaust land. Er ekki nóg framlag að okkar hálfu að NATO sé með greiðan aðgang að þessu hernaðarlega mikilvæga svæði sem Ísland er? - Er einhver lína þar sem háttvirtur utanríkisráðherra er tilbúinn að láta „beinar hótanir Rússa“ slá sig útaf laginu, eða er Ísland í þessu stríði til endaloka hvað sem gerist? 6) „Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi." Ég endurtek , ef hernaðarlegt mikilvægi Íslands er svona dýrmætt fyrir NATO, er það þá ekki einmitt skylda þín sem ráðherra að vinna í því að við sleppum ódýrt frá þessu samstarfi? Af hverju ekki að setja hagsmuni Íslands í fyrsta sæti og einmitt að tryggja við við getum komist eins ódýrt og óhætt frá svona samstarfi og hægt er? ------------------------------------------------------------- Ég spyr því að lokum Þórdís. Ef um er að ræða sameiginleg verkefni með bandamönnum okkar þar sem þú telur að framlag Íslands þurfi að vera í takt við önnur aðildaríki NATO. Hvernig stendur þá á því að við erum eina þjóðin sem hefur látið loka sendiráði okkar í Rússlandi? [6] Sendiráð eru hlutlausir fundarstaðir þar sem m.a. er hægt að eiga viðræður um frið, en með lokun sendiráðsins í Mosvku þá höfum við lokað á þann möguleika. Átti friður ekki að vera takmarkið? Höfundur er heimspekingur [1] https://www.visir.is/g/20242581243d/hvi-stydur-island-vopnakaup-fyrir-ukrainu- [2] https://www.theguardian.com/news/2015/feb/04/welcome-to-the-most-corrupt-nation-in-europe-ukraine [3] https://www.youtube.com/watch?v=qK9tLDeWBzs [4] https://dailysceptic.org/2023/02/05/west-blocked-ukraine-peace-deal-says-former-israeli-pm/ [5] https://dailysceptic.org/2023/02/14/media-ignores-evidence-that-west-opposed-ukraine-peace-deal/?highlight=putin%20peace [6] https://www.visir.is/g/20232425832d/loka-sendi-radinu-i-moskvu-og-tak-marka-um-svif-russa-her-lendis
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar