Ofurdúóið sá til þess að Dallas spilar til úrslita um NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 06:31 Leikmenn Dallas Mavericks fagna því að Luka Doncic var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. AP/Abbie Parr Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvíginu um NBA meistaratitilinn í körfubolta eftir stórsigur á Minnesota Timberwolves. Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024 NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira