Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Heiða Aðalsteinsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:01 Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun