„Síðustu mánuðir ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:54 Ólafur svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar. Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira