Stuðningsmaðurinn og valdið Ólöf Þorvaldsdóttir skrifar 30. maí 2024 09:31 Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar