Stuðningsmaðurinn og valdið Ólöf Þorvaldsdóttir skrifar 30. maí 2024 09:31 Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun