Leikmennirnir sem hafa skarað fram úr í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 15:31 Deandre Kane er efstur í framlagi, stigum og fráköstum í einvíginu og hefur einnig fiskað flestar villur og tekið flest víti. Vísir/Diego Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira