Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 14:51 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir líklega fleiri vera að hætta en Alexander og Vignir sem gáfu það út á laugardaginn var. Vísir/Arnar Halldórsson Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira