Forsetakosning, auðlindir í þágu almennings Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 28. maí 2024 11:46 Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun