Formúla 1

Leclerc vann loksins í Móna­kó

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Charles Leclerc tókst loksins að sigra á sínum heimaslóðum
Charles Leclerc tókst loksins að sigra á sínum heimaslóðum x / @f1

Charles Leclerc í liði Ferrari vann Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó í fyrsta sinn í dag.

Sigurinn var kærkominn fyrir Leclerc sem er alinn upp í Mónakó en hafði aldrei unnið á sínum heimaslóðum.

Töluverð töf varð á kappakstrinum eftir harkalegan árekstur á fyrsta hring.

Leclerc hóf kappaksturinn fremstur og hélt Oscar Piastri í liði McLaren fyrir aftan sig allan tímann. 

Eins og oft áður í Mónakó urðu fáar framúrtökur. Carlos Sainz endaði því í þriðja sæti, Lando Norris í fjórða og George Russell í því fimmta.

Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen endaði í 6. sæti í dag og forysta hans á toppnum minnkaði niður í 31 stig.

Tilfinningar voru eðlilega miklar hjá Leclerc og föruneyti hans er ökuþórinn komst yfir endalínuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×