Körfubolti

Doncic tryggði sigur og Dallas heldur heim með tveggja leikja for­ystu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luka Doncic hefur sýnt og sannað áreiðanleika sinn í erfiðum leikjum.
Luka Doncic hefur sýnt og sannað áreiðanleika sinn í erfiðum leikjum. Joshua Gateley/Getty Images

Dallas Mavericks tóku 2-0 forystu í úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA í nótt með 109-108 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skaut þriggja stiga skoti yfir Rudy Gobert þegar þrjár sekúndur voru eftir og tryggði sigurinn.

Timberwolves voru með yfirhöndina fyrst um sinn í leiknum, 12 stigum yfir í hálfleik og virtust ætla að jafna einvígið.

En Mavericks gerðu vel, þá sérstaklega Kyrie Irving sem sjóðhitnaði í þriðja leikhluta. Að ógleymdum Doncic sem endaði leikinn með 32 stiga þrefalda tvennu og skoraði sigurkörfu leiksins. 

„Ég hreyfi mig ekki hratt, en ég get hreyft mig hraðar en hann,“ sagði Doncic í viðtali strax eftir leik á TNT.

Stjörnur Timberwolves voru í svolitlu brasi fyrir aftan þriggja stiga línuna, Anthony Edwards hitti úr 2 af 7 og Karl Anthony-Towns úr 1 af 5. Naz Reid, sjötti maður ársins, dró vagninn með 7 þrista úr 9 skotum. 

Mavericks halda því heim til Dallas í afar góðri stöðu og eiga framundan tvo heimaleiki sem gætu tryggt liðið áfram í úrslit í fyrsta sinn síðan 2011.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×