Forseti lýðveldisins Erlingur Hansson skrifar 23. maí 2024 11:30 Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun