Til varnar líffjölbreytileika Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 29. maí 2024 08:01 Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Dýr Skordýr Blóm Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Tengdar fréttir Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00 Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar