Til varnar líffjölbreytileika Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 29. maí 2024 08:01 Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Dýr Skordýr Blóm Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Tengdar fréttir Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00 Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31 Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun