Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 22:31 Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. „Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Skar sig á klósettinu milli leikja Sport Fleiri fréttir Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Skar sig á klósettinu milli leikja Treysta á óvinaliðið til að tryggja toppsætið: „Ekki séns að ég haldi með þeim“ Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
„Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Skar sig á klósettinu milli leikja Sport Fleiri fréttir Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Skar sig á klósettinu milli leikja Treysta á óvinaliðið til að tryggja toppsætið: „Ekki séns að ég haldi með þeim“ Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira