Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 22:31 Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. „Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
„Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira