Tveir valkostir Ragnheiður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 21:00 Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun