Í framhaldi af viðtali við Helgu Þórisdóttur Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 16:40 Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Forsetakosningar 2024 Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar