Kristinn: Varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 21:26 Kristinn Pálsson háði mjög harða baráttu við DeAndre Kane í kvöld Vísir / Anton Brink Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim. „Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
„Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30