Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Nikola Jokic tekur við MVP-styttunni úr hendi Adams Silver, yfirmanns NBA-deildarinnar. getty/Matthew Stockman Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn. NBA Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira