„Við erum alveg róleg“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2024 20:16 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals Vísir/Pawel Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30. „Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
„Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira