Að rækta garðinn sinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 8. maí 2024 08:31 Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun