Að rækta garðinn sinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 8. maí 2024 08:31 Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar