Svik forsetaframbjóðanda við börnin á Gaza Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2024 13:01 Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar