Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Nótt Thorberg skrifar 6. maí 2024 09:16 Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar