Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:01 Remy Martin rann til á gólfi Smárans, á svæði sem búið var að líma auglýsingarborða á, og reif hásin. Stöð 2 Sport Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn ÍTK, hagsmunasamtaka sem stofnuð voru á síðustu ári, en í stjórninni sitja fulltrúar fimm íslenskra körfuboltafélaga. Yfirlýsingin birtist í kjölfar alvarlegra hásinarmeiðsla Remys Martin, leikmanns Keflavíkur, í leik við Grindavík í Smáranum í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virðist Martin renna til á auglýsingu sem búið var að líma á keppnisgólfið. Stjórn ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja megi beint til auglýsinga á gólfum körfuboltavalla, þar sem þær séu mun sleipari en gólfið sjálft. Hún leggur því til að slíkar auglýsingar verði með öllu bannaðar. Ljóst er að Remy Martin tekur ekki meiri þátt í úrslitakeppninni í vor, eftir að hafa farið á kostum með bikarmeisturum Keflavíkur í vetur, og ÍTK bendir á að meiðsli eins og hann glímir nú við geti orðið til þess að ferlinum ljúki. Yfirlýsingu samtakanna má sjá í heild hér að neðan. Einvígi Keflavíkur og Grindavíkur heldur áfram á laugardagskvöld en Grindavík er 1-0 yfir eftir nauman sigur í leiknum í Smáranum á þriðjudagskvöld. Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn ÍTK, hagsmunasamtaka sem stofnuð voru á síðustu ári, en í stjórninni sitja fulltrúar fimm íslenskra körfuboltafélaga. Yfirlýsingin birtist í kjölfar alvarlegra hásinarmeiðsla Remys Martin, leikmanns Keflavíkur, í leik við Grindavík í Smáranum í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virðist Martin renna til á auglýsingu sem búið var að líma á keppnisgólfið. Stjórn ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja megi beint til auglýsinga á gólfum körfuboltavalla, þar sem þær séu mun sleipari en gólfið sjálft. Hún leggur því til að slíkar auglýsingar verði með öllu bannaðar. Ljóst er að Remy Martin tekur ekki meiri þátt í úrslitakeppninni í vor, eftir að hafa farið á kostum með bikarmeisturum Keflavíkur í vetur, og ÍTK bendir á að meiðsli eins og hann glímir nú við geti orðið til þess að ferlinum ljúki. Yfirlýsingu samtakanna má sjá í heild hér að neðan. Einvígi Keflavíkur og Grindavíkur heldur áfram á laugardagskvöld en Grindavík er 1-0 yfir eftir nauman sigur í leiknum í Smáranum á þriðjudagskvöld. Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK
Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Sjá meira
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46