Körfubolti

PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basi­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dedrick Basile, besti maður vallarins í gærkvöld.
Dedrick Basile, besti maður vallarins í gærkvöld. vísir/diego

Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta.

Grindavík lagði Keflavík að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum. Því miður fyrir Keflavík þurfti Remy Martin að fara meiddur af velli og verður hann ekki meira með á þessari leiktíð eftir að slíta hásin.

Það hafði sitt að segja og vann Grindavík á endanum átta stiga sigur, lokatölur 102-94.

Aðspurður hvernig Grindavík hefði unnið leikinn sagði Basile:

„Við mættum vel stemmdir til leiks þó við höfum misst DeAndre Kane í 3. eða upphafi 4. leikhluta. Við erum enn með gott lið og við vildum vinna fyrir DeAndre. Þetta var erfitt kvöld, Remy fór niður og DeAndre fór niður svo einhver þurfti að stíga upp. Ég og Danni nokkrir aðrir spiluðu sína rullu upp á tíu og við náðum sigrinum.“

Basile skoraði alls 24 stig í leiknum ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Sjá má viðtal Körfuboltakvölds við þennan öfluga leikmann í spilaranum hér að neðan.

Klippa: PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile



Fleiri fréttir

Sjá meira


×