Án varna, ekkert frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun