Fyrir hverja eru skoðanakannanir? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 1. maí 2024 10:31 Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun