Fyrir hverja eru skoðanakannanir? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 1. maí 2024 10:31 Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun