Viltu vera memm? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 1. maí 2024 08:30 Ég var stödd í foreldrafræðslu þar sem verið var að tala um að foreldrahlutverkið getur valdið streitu og eitt það besta sem við gætum gert til að draga úr streitunni og efla tengsl fjölskyldunnar væri að leika okkur saman. Leikur getur verið svo ótrúlega nærandi og ávinningur meiri leiks getur til dæmis verið að: Draga úr streitu og efla heilsu og vellíðan Leysa úr læðingi skapandi hugsun og ýta undir nýsköpun Búa til öruggt rými fyrir lærdóm og tilraunir Breyta sjónarhornum og ýta undir forvitni Til þess að ýta undir meiri leik ákvað ég ásamt Markus Utomo, leikjasérfræðingi sem hefur unnið með fyrirtækjum eins og Audi og Lufthansa við að efla leik, og Dr. Nelly Nguyen, ráðgjafa og markþjálfa sem nýtir leik mikið í starfi sínu, að setja af stað áskorun sem snýst um að við leikum okkur eitthvað smá á hverjum degi í maí, og ýtum þannig undir það að leikur verði að venju í lífi okkar. Áskorunin kallast Let‘s Play in May og ef þú hefur áhuga á að vera með þá mælum við með því að þú setjir leik inn í dagatalið þitt, skorar á aðra að leika sér meira og ef þú vilt fá hugmyndir að leikjum, sögur og fræðslu þá munum við pósta því á LinkedIn síðu Let's Play in May Hér eru nokkrar tillögur að leikjum sem þú getur nýtt þér: Satt, satt, logið - Segðu einhverjum frá þrennu sem þú hefur upplifað í lífinu eða gerðist í dag og eitt atriðanna á að vera lygi og viðkomandi á að giska hvað er satt og hvað er lygi. Syngdu í bílnum á leiðinni í vinnuna Danspartý Feluleikur - Fólk felur sig eða hlut Leikjavæddu daginn - Breyttu verkefnum dagsins í áskoranir sem þú þarft að ljúka til þess að komast á næsta borð Teiknaðu mynd af því sem þig langar að upplifa Möguleikarnir eru margir og við hlökkum til að gera leik að daglegri venju og vonum að þú viljir vera memm 😊 Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var stödd í foreldrafræðslu þar sem verið var að tala um að foreldrahlutverkið getur valdið streitu og eitt það besta sem við gætum gert til að draga úr streitunni og efla tengsl fjölskyldunnar væri að leika okkur saman. Leikur getur verið svo ótrúlega nærandi og ávinningur meiri leiks getur til dæmis verið að: Draga úr streitu og efla heilsu og vellíðan Leysa úr læðingi skapandi hugsun og ýta undir nýsköpun Búa til öruggt rými fyrir lærdóm og tilraunir Breyta sjónarhornum og ýta undir forvitni Til þess að ýta undir meiri leik ákvað ég ásamt Markus Utomo, leikjasérfræðingi sem hefur unnið með fyrirtækjum eins og Audi og Lufthansa við að efla leik, og Dr. Nelly Nguyen, ráðgjafa og markþjálfa sem nýtir leik mikið í starfi sínu, að setja af stað áskorun sem snýst um að við leikum okkur eitthvað smá á hverjum degi í maí, og ýtum þannig undir það að leikur verði að venju í lífi okkar. Áskorunin kallast Let‘s Play in May og ef þú hefur áhuga á að vera með þá mælum við með því að þú setjir leik inn í dagatalið þitt, skorar á aðra að leika sér meira og ef þú vilt fá hugmyndir að leikjum, sögur og fræðslu þá munum við pósta því á LinkedIn síðu Let's Play in May Hér eru nokkrar tillögur að leikjum sem þú getur nýtt þér: Satt, satt, logið - Segðu einhverjum frá þrennu sem þú hefur upplifað í lífinu eða gerðist í dag og eitt atriðanna á að vera lygi og viðkomandi á að giska hvað er satt og hvað er lygi. Syngdu í bílnum á leiðinni í vinnuna Danspartý Feluleikur - Fólk felur sig eða hlut Leikjavæddu daginn - Breyttu verkefnum dagsins í áskoranir sem þú þarft að ljúka til þess að komast á næsta borð Teiknaðu mynd af því sem þig langar að upplifa Möguleikarnir eru margir og við hlökkum til að gera leik að daglegri venju og vonum að þú viljir vera memm 😊 Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar