LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 07:31 LeBron James með boltann í leiknum við Denver Nuggets í gærkvöld, sem mögulega var hans síðasti fyrir LA Lakers. AP/David Zalubowski LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa. NBA Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa.
NBA Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira