LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 07:31 LeBron James með boltann í leiknum við Denver Nuggets í gærkvöld, sem mögulega var hans síðasti fyrir LA Lakers. AP/David Zalubowski LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa. NBA Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa.
NBA Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti