Bakslag í streymi Silja Snædal Drífudóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun