„Þá á bara að gefa tilkynningu út af hálfu HSÍ“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 20:37 Einar Jónsson var að vonum svekktur eftir naumt tap í framlengdum leik. Vísir/Anton Brink Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum. „Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“ Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
„Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“
Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira