Hvar er híbýlaauður? Anna María Bogadóttir skrifar 24. apríl 2024 13:00 „Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun