Hvar er híbýlaauður? Anna María Bogadóttir skrifar 24. apríl 2024 13:00 „Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun