Andleg heilsa unga fólksins og áhrif samfélagsmiðla Halla Tómasdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:01 Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun