Börnin okkar Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2024 14:31 Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar