„Mun stærri sigur en ég bjóst við“ Hinrik Wöhler skrifar 21. apríl 2024 22:17 vísir / anton brink Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki. „Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti