Skapandi ónákvæmni tveggja hagfræðinga Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:30 Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar