Körfubolti

LeBron fer fyrir ógnar­­sterku liði Banda­­ríkjanna á ÓL

Aron Guðmundsson skrifar
LeBron James fer fyrir liði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í París seinna á þessu ári.
LeBron James fer fyrir liði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í París seinna á þessu ári. Photo by Ethan Miller/Getty Images

Banda­ríkin mun senda stjörnum prýtt lið til leiks í körfu­bolta á komandi Ólympíu­leikum sem fara fram í París þetta árið. Lands­liðs­hópurinn hefur verið opin­beraður. LeBron James verður fyrir­liði liðsins.

Hinn 39 ára gamli LeBron hefur í tví­gang unnið Ólympíugull með Banda­ríkjunum og stefnir á það þriðja á komandi leikum.

Banda­ríkin verða að teljast ansi lík­leg til af­reka í greininni enda engir auk­vissar sem mynda lið þjóðarinnar við hlið LeBron.

Liðs­fé­lagi hans hjá Los Angeles Lakers, Ant­hony Davis, er á meðal leik­manna Banda­ríkjanna og þá mun Stephen Curry, stjörnu­leik­maður Golden Sta­te Warri­ors taka þátt á sínum fyrstu Ólympíu­leikum.

Önnur stór nöfn á borð við Kevin Durant, Devin Booker, Jay­son Tatum, Joel Embi­id og Kawhi Leonard eru í banda­ríska lands­liðs­hópnum.

Ste­ve Kerr, þjálfari Golden Sta­te Warri­ors mun stýra liðinu sem verður í æfingar­búðum og leikur sýningar­leiki í Las Vegas skömmu fyrir setningu Ólympíu­leikanna.

Lands­liðs­hópur Banda­ríkjanna fyrir Ólympíu­leikana:

LeBron James (Los Angeles Lakers)

Kevin Durant (Phoenix Suns)

Stephen Curry (Golden State Warriors)

Jay­son Tatum (Boston Celtics)

Ant­hony Davis (Los Angeles Lakers)

Tyrese Hali­burton (Indiana Pacers)

Ant­hony Edwards (Minnesota Timberwolves) 

Bam Adebayo (Miami Heat)

Jrue Holi­day (Boston Celtics)

Devin Booker (Phoenix Suns)

Joel Embi­id (Philadelphia 76ers)

Kawhi Leonard (L.A. Clippers)
Fleiri fréttir

Sjá meira


×