Stuðningur úr óvæntri átt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2024 09:00 „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun