Upp­gjörið: Þór Þ. – Njarð­­vík 95-92 | Sirkus­þristur hjá Tómasi Val tryggði sigurinn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tómas Valur var frábær.
Tómas Valur var frábær. Vísir/Bára Dröfn

Þór Þorlákshöfn jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu við Njarðvík í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 95-92 sigri sínum í dramatískum leik liðanna í Iceland Gacier-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.

Heimamenn hófu leikinn betur og voru um það bil 10 stigum yfir lungann úr fyrri hálfleik. Góður kafli hjá gestunum úr Njarðvík varð hins vegar til þess að munurinn var einunigs tvö stig í hálfleik en Þór Þorlákshöfn var 48-46 yfir í hálfeik. 

Svipað var upp á tengingnum í seinni hálfleik en Þórsarar fóru betur af stað og náðu aftur undirtökunum en Njarðvík með Dwayne Lautier-Ogunleye fremstan í flokki jafnaði 86-86 þegar skammt var eftir af leiknum. 

Atvik leiksins

Tómas Valur Þrastarson reyndist Þórsurum síðan gulls ígildi þegar hann setti niður þriggja stiga skot nánast frá miðlínu þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og náði fimm stiga forskoti 95-89 og lokatölur urðu svo 95-92 Þór í vil. 

Vísir/Bára Dröfn

Stjörnur og skúrkar 

Nigel Pruitt, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var stigahæstur á vellinum með 25 stig en Tómas Valur steig upp þegar mest á reyndi og lagði 18 stig í púkkinn. Jordan Sample var öflgur undir körfunni  en hann setti niður 14 stig og reif niður átta fráköst. 

Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur, átti ekki sinn besta dag en hann koðnaði niður þegar mest á reyndi. Njarðvík fékk svo lítið sem ekkert framlag af varamannabekknum en bekkurinn lagði til þrjú stig í það heila. Veigar Páll Alexandersson greip til að mynda ekki gæsina þegar hún gafst. 

Dómararnir

Dómarar leiksins, Davíð Tómas Davíðsson, Bjarki Þór Davíðsson og Ingi Björn Jónsson, stóðu sig heilt yfir ágætlega en þjálfarar liðanna eru þó líklega ekki sammála mér þar sem Benedikt Guðmundsson kvartaði yfir fjölmörgum ákvörðunum þeirra og Lárus Jónsson fannst Njarðvík fá of mörg vítaskot.  

Stemming og umgjörð

Það var hlýlega tekið á móti blaðamönnum þegar þær mættu á svæðið og vinaleg stemming var á blaðamannasvæðinu. Hins vegar vantaði upp á veitingar og drykki og það gerði illt verra að sjá dómara og starfsmenn á ritaraborðinu svolgra í sig Powerade-drykkjum allan leikinn. 

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira