Allskonar fyrir aumingja Gudmundur Felix Gretarsson skrifar 11. apríl 2024 16:30 Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun