Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2024 10:10 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Kemur fram að ekki sé er útlit fyrir að staðan muni batna fyrr en hlýna taki og vorleysingar hefjist með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar. „Tíðarfar á liðnum vetri hefur verið miðlunarbúskap Landsvirkjunar einstaklega óhagstætt á öllum vatnasviðum. Kalt og þurrt hefur verið í vetur og rennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar með því lægsta sem þekkist. Fyrir utan blota-kafla á Þjórsársvæði í mars hefur niðurdráttur verið eindreginn í öllum miðlunarlónum. Miðlunarstaða í upphafi vors er með því lægsta sem sést hefur frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar og hefur Blöndulón til að mynda aldrei staðið eins lágt á þessum tíma árs,“ segir í tilkynningunni. Skert frá byrjun desember Landsvirkjun hóf að skerða afhendingu orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins undir lok síðasta árs. „Fyrst var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Til að auka orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja breytti Landsvirkjun fyrirkomulagi sölu í heildsölu við upphaf skerðinga til að verjast óvissu um vatnsstöðu að vori. Salan hefur takmarkast við einn mánuð í senn og langtímasamningar hafa ekki verið í boði. Þetta fyrirkomulag verður óbreytt á meðan skerðingum stendur,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Stóriðja Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Kemur fram að ekki sé er útlit fyrir að staðan muni batna fyrr en hlýna taki og vorleysingar hefjist með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar. „Tíðarfar á liðnum vetri hefur verið miðlunarbúskap Landsvirkjunar einstaklega óhagstætt á öllum vatnasviðum. Kalt og þurrt hefur verið í vetur og rennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar með því lægsta sem þekkist. Fyrir utan blota-kafla á Þjórsársvæði í mars hefur niðurdráttur verið eindreginn í öllum miðlunarlónum. Miðlunarstaða í upphafi vors er með því lægsta sem sést hefur frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar og hefur Blöndulón til að mynda aldrei staðið eins lágt á þessum tíma árs,“ segir í tilkynningunni. Skert frá byrjun desember Landsvirkjun hóf að skerða afhendingu orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins undir lok síðasta árs. „Fyrst var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Til að auka orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja breytti Landsvirkjun fyrirkomulagi sölu í heildsölu við upphaf skerðinga til að verjast óvissu um vatnsstöðu að vori. Salan hefur takmarkast við einn mánuð í senn og langtímasamningar hafa ekki verið í boði. Þetta fyrirkomulag verður óbreytt á meðan skerðingum stendur,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Stóriðja Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira