Er gjaldeyrisforðinn ekki fyrir alla? Heiðrún Jónsdóttir og Gústaf Steingrímsson skrifa 10. apríl 2024 11:31 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í síðustu viku um hækkun á svokallaðri fastri bindiskyldu lánastofnana úr 2% í 3%. Meginrök nefndarinnar fyrir þessari breytingu var að dreifa betur kostnaði við að reka sjálfstæða peningastefnu og fjármagna gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í því felst að lánastofnunum, einkum bönkum, ber að leggja ákveðna fjárhæð inn á reikning í Seðlabankanum, án þess að Seðlabankinn greiði vexti af þeirri fjárhæð. Áætla má að miðað við núverandi vaxtastig verði lánastofnanir í það heila af um 8 milljörðum króna á ári í tapaðar vaxtatekjur. Þessi breyting er ígildi skattahækkunar á bankakerfið hér á landi og verður ekki annað skilið af tilkynningunni en að breytingin sé til langframa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að tilvist eða hækkun bindiskyldu á fé, sem liggur vaxtalaust, sé ekkert frábrugðin hefðbundinni skattlagningu á fjármálastarfsemi og virki með sama hætti. Með þessari aðgerð er því verið að hækka enn álögur á íslenska bankakerfið en þær voru verulega háar fyrir sé horft til samanburðarlanda. Það er þekkt hagfræðilegt lögmál að þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki er aukinni skattbyrði alla jafna deilt milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess með einhverjum hætti. Auknar álögur á bankakerfið mun því ávallt á endanum hafa einhver neikvæð áhrif á viðskiptavini þess. Hækkun bindiskyldunnar viðbótarskattlagning upp á tæpa 3 milljarða Í dag eru rúmlega 60 milljarðar króna af fjármunum íslensku lánsstofnana bundnir hjá Seðlabankanum þar sem þeir bera enga vexti. Hækkun bindiskyldunnar úr 2% í 3% bindur um 30 milljarða króna til viðbótar. Samtals verða þetta því 90 milljarðar króna sem bankarnir gætu ella nýtt til tekjuöflunar í stað þess að láta þá sitja vaxtalausa í Seðlabankanum. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans 9,25%. Væri bönkum frjálst að ávaxta þessa 30 milljarða má áætla að vaxtatekjur þeirra af þeirri fjárhæð næmu hátt í 3 milljörðum króna á ári miðað við núverandi vaxtastig, og er sú fjárhæð því ígildi viðbótarskattlagningar á bankana. Til samanburðar er bindiskylda hjá Evrópska Seðlabankanum 1% og bindiskyldan hér á landi því þrefalt hærri. Íslenskir bankar þurfa því að binda 60 milljarða króna umfram það sem gengur og gerist í evrulöndum. Væri bindiskyldan hér á landi sú sama og í Evrópu væru tekjur bankanna 5,8 milljörðum króna meiri á ársgrundvelli miðað við núverandi vaxtastig. Það má því segja sem svo að skattlagning í formi bindiskyldu á innlent bankakerfi umfram það evrópska séu 5,8 milljarðar króna. Til samanburðar er áætlað að sérstakir skattar á innlend fjármálafyrirtæki og eftirlitsskylda aðila sem þegar eru til staðar nemi tæpum 21 milljarði króna á þessu ári. Þetta eru skattar umfram skatta sem bankar greiða eins og öll önnur fyrirtæki hér á landi á borð við tekjuskatt og rýra samkeppnisstöðu innlendra fjármálafyrirtækja. Þessa fjármuni mætti nota til að efla bankanna frekar t.d. með tækniþróun eða sinna betur þörfum viðskiptavina sinna. Allir njóta ábata af gjaldeyrisforðanum, ekki bara bankarnir Líta má á vaxtamuninn milli Íslands og viðskiptalandanna sem kostnaðinn við að halda gjaldeyrisforðann. Eftir því sem þessi vaxtamunur er meiri er kostnaðurinn meiri. Vaxtamunurinn í dag er í hærri kantinum enda vextir hér á landi í hærra lagi nú um stundir. Nettó kostnaður við að halda forðann á hverju ári er þessi vaxtamunur að frádregnum mögulegum hagnaði af forðanum vegna gengisbreytinga. Ef krónan veikist er gengishagnaður af forðanum sem vegur þá á móti tapinu vegna vaxtamunarins. Sum ár er vaxtamunurinn hærri en gengishagnaðurinn og því bókhaldslegt tap af því að halda forðann. Önnur ár er nettóhagnaður af því að halda forðann þegar gengishagnaðurinn er meiri en sem nemur vaxtamuninum. Seðlabankinn vill að viðskiptabankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann en gerir ekki sömu kröfur á annan fyrirtækjarekstur í landinu. Þannig eru ekki lagðar slíkar álögur á önnur fyrirtæki í landinu sem eru eyrnamerktar því að fjármagna gjaldeyrisforðann. Það er vissulega svo að bankakerfið hér á landi nýtur ábata af gjaldeyrisforðanum s.s. í formi lægri vaxtakjara í erlendri mynt vegna lægra áhættuálags. Ábatinn af forðanum endar hins vegar ekki þar því öll heimili og fyrirtæki landsins njóta ábatans enda hefur tilvist gjaldeyrisforðans margvíslega jákvæð áhrif s.s. að draga úr sveiflum á gengi krónunnar og styðja við peningastefnuna og verðbólguþróun. Þjóðhagslegt varúðartæki á að fjármagna af hinu opinbera Gjaldeyrisforðinn er þjóðhagslegt varúðartæki sem er ætlað að vernda alla innlenda aðila fyrir efnahagslegum áföllum. Honum var ekki komið á fót til þess eins að styðja við innlenda banka og því vandséð að bankarnir eigi einir að fjármagna forðann. Eðlilegt er að þjóðhagslegt varúðartæki sé fjármagnað að fullu af hinu opinbera og að ekki sé valinn ákveðinn hópur fyrirtækja sem eigi að bera þann kostnað. Ef niðurstaðan verður að viðskiptabankarnir eigi einir fyrirtækja að taka þátt í að fjármagna forðann hlýtur að vera rétt að skoða það að þeir njóti þess þegar gengishagnaður er af forðanum vegna veikingar krónu. Í rökstuðningi Seðlabankans verður ekki annað lesið en að bankarnir eigi að fjármagna kostnaðinn þegar hann er til staðar en geti ekki gert tilkall til gengishagnaðar af forðanum þegar hann er til staðar. Æskilegt væri að þetta yrði skoðað betur. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kalla eftir samtali við Seðlabankann og stjórnvöld um hvort aðrar leiðir séu færar fyrir Seðlabankann um að ná sömu markmiðum. Viðbótarskattlagning á fjármálaþjónustu hér á landi umfram núverandi skatta, sem eru fyrir mun hærri en þekkist í nágrannaríkjunum, er síst til þess fallin að styrkja samkeppnishæfni innlendrar fjármálaþjónustu og möguleika til að sinna þörfum viðskiptavina sem best, sem eru fyrst og fremst innlend heimili og fyrirtæki. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Gústaf er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Seðlabankinn Mest lesið Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Sá tapar sem fyrstur nefnir nasistana: gengisfelling orðsins „rasisti“ Birgir Finnsson Skoðun Vindhögg Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð Ingólfur Gíslason Skoðun Heilbrigðiskerfið í bakkgír Ingibjörg Isaksen Skoðun Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi? Arnar Þór Jónsson Skoðun Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Vindhögg Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindaraðstoð: Kennarinn endurheimtir dýrmætan tíma Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun PWC – Traustsins verðir? Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Loftslagsváin bíður ekki Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Hvers vegna að kenna leiklist? Rannveig Björk Þorkelsdóttir,Jóna Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar Skoðun Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið í bakkgír Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Í vítahring stöðnunnar og úreldra vísinda Björn Ólafsson skrifar Skoðun ,,Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.” (EB) Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Við erum réttindalaus Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Talið við okkur áður en þið talið um okkur Ian McDonald skrifar Skoðun Björgunarleiðangur fyrir Heimsmarkmiðin Antonio Guterres skrifar Skoðun Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar Skoðun Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar Skoðun Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í síðustu viku um hækkun á svokallaðri fastri bindiskyldu lánastofnana úr 2% í 3%. Meginrök nefndarinnar fyrir þessari breytingu var að dreifa betur kostnaði við að reka sjálfstæða peningastefnu og fjármagna gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í því felst að lánastofnunum, einkum bönkum, ber að leggja ákveðna fjárhæð inn á reikning í Seðlabankanum, án þess að Seðlabankinn greiði vexti af þeirri fjárhæð. Áætla má að miðað við núverandi vaxtastig verði lánastofnanir í það heila af um 8 milljörðum króna á ári í tapaðar vaxtatekjur. Þessi breyting er ígildi skattahækkunar á bankakerfið hér á landi og verður ekki annað skilið af tilkynningunni en að breytingin sé til langframa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að tilvist eða hækkun bindiskyldu á fé, sem liggur vaxtalaust, sé ekkert frábrugðin hefðbundinni skattlagningu á fjármálastarfsemi og virki með sama hætti. Með þessari aðgerð er því verið að hækka enn álögur á íslenska bankakerfið en þær voru verulega háar fyrir sé horft til samanburðarlanda. Það er þekkt hagfræðilegt lögmál að þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki er aukinni skattbyrði alla jafna deilt milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess með einhverjum hætti. Auknar álögur á bankakerfið mun því ávallt á endanum hafa einhver neikvæð áhrif á viðskiptavini þess. Hækkun bindiskyldunnar viðbótarskattlagning upp á tæpa 3 milljarða Í dag eru rúmlega 60 milljarðar króna af fjármunum íslensku lánsstofnana bundnir hjá Seðlabankanum þar sem þeir bera enga vexti. Hækkun bindiskyldunnar úr 2% í 3% bindur um 30 milljarða króna til viðbótar. Samtals verða þetta því 90 milljarðar króna sem bankarnir gætu ella nýtt til tekjuöflunar í stað þess að láta þá sitja vaxtalausa í Seðlabankanum. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans 9,25%. Væri bönkum frjálst að ávaxta þessa 30 milljarða má áætla að vaxtatekjur þeirra af þeirri fjárhæð næmu hátt í 3 milljörðum króna á ári miðað við núverandi vaxtastig, og er sú fjárhæð því ígildi viðbótarskattlagningar á bankana. Til samanburðar er bindiskylda hjá Evrópska Seðlabankanum 1% og bindiskyldan hér á landi því þrefalt hærri. Íslenskir bankar þurfa því að binda 60 milljarða króna umfram það sem gengur og gerist í evrulöndum. Væri bindiskyldan hér á landi sú sama og í Evrópu væru tekjur bankanna 5,8 milljörðum króna meiri á ársgrundvelli miðað við núverandi vaxtastig. Það má því segja sem svo að skattlagning í formi bindiskyldu á innlent bankakerfi umfram það evrópska séu 5,8 milljarðar króna. Til samanburðar er áætlað að sérstakir skattar á innlend fjármálafyrirtæki og eftirlitsskylda aðila sem þegar eru til staðar nemi tæpum 21 milljarði króna á þessu ári. Þetta eru skattar umfram skatta sem bankar greiða eins og öll önnur fyrirtæki hér á landi á borð við tekjuskatt og rýra samkeppnisstöðu innlendra fjármálafyrirtækja. Þessa fjármuni mætti nota til að efla bankanna frekar t.d. með tækniþróun eða sinna betur þörfum viðskiptavina sinna. Allir njóta ábata af gjaldeyrisforðanum, ekki bara bankarnir Líta má á vaxtamuninn milli Íslands og viðskiptalandanna sem kostnaðinn við að halda gjaldeyrisforðann. Eftir því sem þessi vaxtamunur er meiri er kostnaðurinn meiri. Vaxtamunurinn í dag er í hærri kantinum enda vextir hér á landi í hærra lagi nú um stundir. Nettó kostnaður við að halda forðann á hverju ári er þessi vaxtamunur að frádregnum mögulegum hagnaði af forðanum vegna gengisbreytinga. Ef krónan veikist er gengishagnaður af forðanum sem vegur þá á móti tapinu vegna vaxtamunarins. Sum ár er vaxtamunurinn hærri en gengishagnaðurinn og því bókhaldslegt tap af því að halda forðann. Önnur ár er nettóhagnaður af því að halda forðann þegar gengishagnaðurinn er meiri en sem nemur vaxtamuninum. Seðlabankinn vill að viðskiptabankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann en gerir ekki sömu kröfur á annan fyrirtækjarekstur í landinu. Þannig eru ekki lagðar slíkar álögur á önnur fyrirtæki í landinu sem eru eyrnamerktar því að fjármagna gjaldeyrisforðann. Það er vissulega svo að bankakerfið hér á landi nýtur ábata af gjaldeyrisforðanum s.s. í formi lægri vaxtakjara í erlendri mynt vegna lægra áhættuálags. Ábatinn af forðanum endar hins vegar ekki þar því öll heimili og fyrirtæki landsins njóta ábatans enda hefur tilvist gjaldeyrisforðans margvíslega jákvæð áhrif s.s. að draga úr sveiflum á gengi krónunnar og styðja við peningastefnuna og verðbólguþróun. Þjóðhagslegt varúðartæki á að fjármagna af hinu opinbera Gjaldeyrisforðinn er þjóðhagslegt varúðartæki sem er ætlað að vernda alla innlenda aðila fyrir efnahagslegum áföllum. Honum var ekki komið á fót til þess eins að styðja við innlenda banka og því vandséð að bankarnir eigi einir að fjármagna forðann. Eðlilegt er að þjóðhagslegt varúðartæki sé fjármagnað að fullu af hinu opinbera og að ekki sé valinn ákveðinn hópur fyrirtækja sem eigi að bera þann kostnað. Ef niðurstaðan verður að viðskiptabankarnir eigi einir fyrirtækja að taka þátt í að fjármagna forðann hlýtur að vera rétt að skoða það að þeir njóti þess þegar gengishagnaður er af forðanum vegna veikingar krónu. Í rökstuðningi Seðlabankans verður ekki annað lesið en að bankarnir eigi að fjármagna kostnaðinn þegar hann er til staðar en geti ekki gert tilkall til gengishagnaðar af forðanum þegar hann er til staðar. Æskilegt væri að þetta yrði skoðað betur. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kalla eftir samtali við Seðlabankann og stjórnvöld um hvort aðrar leiðir séu færar fyrir Seðlabankann um að ná sömu markmiðum. Viðbótarskattlagning á fjármálaþjónustu hér á landi umfram núverandi skatta, sem eru fyrir mun hærri en þekkist í nágrannaríkjunum, er síst til þess fallin að styrkja samkeppnishæfni innlendrar fjármálaþjónustu og möguleika til að sinna þörfum viðskiptavina sem best, sem eru fyrst og fremst innlend heimili og fyrirtæki. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Gústaf er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun ,,Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.” (EB) Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar
Skoðun Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar