Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Guðný Helga Lárusdóttir skrifar 25. mars 2024 15:00 Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun