Golgata er víða Elínborg Sturludóttir skrifar 24. mars 2024 14:01 Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Páskar Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun