Dauðadómur landbúnaðar á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 22. mars 2024 08:31 Alþingi Íslendinga dæmdi íslenskan landbúnað til dauða í dag. Það var gert með því að koma á einokunarkerfi á Íslandi í allri framleiðslu á matvælum á Íslandi. Núna er mjólkin undanþegin samkeppnislögum og í raun, öllum markaðslögmálum og núna er komið að allri kjötframleiðslu á Íslandi. Undanþága vegna mjólkurframleiðslu frá samkeppnislögum hefur verið hörmung á Íslandi og þá sérstaklega fyrir kúabændur sem framleiða mjólkina. Þar sem þeir verða að sætta sig við það verð sem Kaupfélag Skagfirðinga, sem á Mjólkursamsöluna (kallast MS í dag) ákveður að borga þeim. Framsóknarlegur innviðaráðherra laug á Alþingi í þessum umræðum um að þetta væri raunin á hinum Norðurlöndunum, eins og er vitað í hérna á Rúv. Enda veit hann að afleiðingarnar fyrir hann verða engar, enda er hann ekkert eini lygarinn á Alþingi Íslendinga. „Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að með þessum breytingum væri verið að færa löggjöfina nær því sem tíðkaðist í öðrum norrænum ríkjum. Mjólkuriðnaðurinn hefði fengið álíka undanþágu árið 2004.“Kjötafurðastöðvar fá undanþágu frá samkeppnislögum – Rúv 21. mars 2024. Á Norðurlöndunum eru sterk samkeppnislög sem varða kjötvinnslur, mjólkurvinnslu og sölu á landbúnaðarvörum. Svona einokun eins og er á Íslandi er einfaldlega ekki samþykkt á Norðurlöndunum eða innan Evrópusambandsins og ætti ekki að vera samþykkt af almenningi eða nokkrum stjórnmálaflokki á Íslandi, enda er þetta spilling, þetta er ekkert annað og veður ekkert annað en gjörspilling. Þeir einu sem græða á þessu eru kjötvinnslur og eigendur þeirra sem fá núna að sameinast í eina stjóra kjötvinnslu sem mun stjórna öllum markaðinum og munu komast upp með það að borga ekki neitt fyrir vöruna til bænda og rukka almenning hámarksverð á sama tíma út í búð. Þetta mál hefði aldrei átt að verða að lögum. Það átt heima í pappírtætara á skrifstofu inni á Alþingi. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld komast upp með þessa glæpastarfsemi gagnvart bændum og almenningi er vegna þess að landbúnaður er ekki hluti af EES samningum og ekki hluti af EFTA samningum (sem eru fyrir fyrirtæki). Þetta er engu að síður skaðlegt fyrir íslenskan landbúnað. Þar sem ljóst er að verð mun hækka, gæði munu versna. Þetta mun einnig setja útflutning (þann litla sem er) á íslenskum landbúnaðarvörum í hættu. Enda munu fá fyrirtæki innan Evrópusambandsins hætta á það að versla við einokunarbatterí á Íslandi til þess að selja nokkur þúsund lambalæri frá Íslandi. Framleiðsla á öðru kjöti dugar varla fyrir innlendan markað, því er svo til enginn útflutningur á því en það sama gildir. Bændasamtök Íslands eru einnig sek í þessu máli, enda er þetta komið að mestu leiti frá þeim og þau styðja þessa breytingu. Það er kaldhæðni að þau eru núna í markaðsátakinu „enginn bóndi, enginn matur“ á sama tíma og þau sjá til þess að bændum verður útrýmt á Íslandi með öllu með þessari lagabreytingu. Sjá tilkynningu frá þeim hérna, „Yfirlýsing – frumvarp um framleiðendafélög“ (bondi.is 21. mars 2024). Þessi lög, eins og ég nefni hérna að ofan eru ekki að neinu leiti að sinna hagsmunum þeirra sem framleiða vöruna og þeirra sem neyta vörunnar. Þessi lög eru eingöngu sett til þess að þjónusta milliliði á Íslandi, sem eru þessar kjötafurðarstöðvar (sem eru einnig sláturhúsin innan þessa ramma). Ferill málsins á Alþingi bendir einnig sterklega til þess að hagsmunir hagsmunaaðila hafi verið hafðir að leiðarljósi en ekki hagsmunir almennings. Þar sem neikvæðar umsagnir um þessa lagabreytingu voru hafðar að engu þegar þessi lög voru samin og þær umsagnir sem komu inn í samráðsgátt stjórnvalda voru hafðar að engu. Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð, það kemur lítið á óvart, þar sem spilling hefur aldrei vönduð vinnubrögð. Ef Íslendingum finnst verð á lambakjöti hátt núna. Þá munu þeir þurfa að sætta sig við tugþúsunda hækkun á lambakjöti (og öðru kjöti) á næstu mánuðum eftir því sem áhrif þessara ólaga munu koma fram. Ég er ekki viss um að Íslendingar muni hafa efni á því að kaupa kjöt þegar áhrifin verða að fullu kominn fram eftir nokkur ár. Kjötvara verður dýr lúxusvara á Íslandi þegar áhrifin af þessum ólögum verða að fullu kominn fram. Þetta mun einnig búa til stórfelldan svartan markað með kjötvörur á Íslandi sem mun verða hættulegt heilsu fólks. Það er hratt verið að færa Ísland aftur til ársins 1960 til 1990 með þessum lagabreytingum og þær eru og verða aldrei til góða. Það er vonandi að Forseti Íslands neiti að skrifa undir þessi ólög og vísi þeim í þjóðaratkvæði, þar sem íslenska þjóðin getur þá hafnað þeim í eitt skipti fyrir öll. Þar sem þetta er eina hlutverk Forseta Íslands og það er komin þörf á því að það sé notað, þar sem íslenskum stjórnmálamönnum er augljóslega ekki treystandi til að gera það sem er rétt. Höfundur er rithöfundur og baráttumaður fyrir opnum, réttlátum samkeppnismarkaði í framleiðslu, þjónustu og sölu á vörum til almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Jón Frímann Jónsson Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga dæmdi íslenskan landbúnað til dauða í dag. Það var gert með því að koma á einokunarkerfi á Íslandi í allri framleiðslu á matvælum á Íslandi. Núna er mjólkin undanþegin samkeppnislögum og í raun, öllum markaðslögmálum og núna er komið að allri kjötframleiðslu á Íslandi. Undanþága vegna mjólkurframleiðslu frá samkeppnislögum hefur verið hörmung á Íslandi og þá sérstaklega fyrir kúabændur sem framleiða mjólkina. Þar sem þeir verða að sætta sig við það verð sem Kaupfélag Skagfirðinga, sem á Mjólkursamsöluna (kallast MS í dag) ákveður að borga þeim. Framsóknarlegur innviðaráðherra laug á Alþingi í þessum umræðum um að þetta væri raunin á hinum Norðurlöndunum, eins og er vitað í hérna á Rúv. Enda veit hann að afleiðingarnar fyrir hann verða engar, enda er hann ekkert eini lygarinn á Alþingi Íslendinga. „Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að með þessum breytingum væri verið að færa löggjöfina nær því sem tíðkaðist í öðrum norrænum ríkjum. Mjólkuriðnaðurinn hefði fengið álíka undanþágu árið 2004.“Kjötafurðastöðvar fá undanþágu frá samkeppnislögum – Rúv 21. mars 2024. Á Norðurlöndunum eru sterk samkeppnislög sem varða kjötvinnslur, mjólkurvinnslu og sölu á landbúnaðarvörum. Svona einokun eins og er á Íslandi er einfaldlega ekki samþykkt á Norðurlöndunum eða innan Evrópusambandsins og ætti ekki að vera samþykkt af almenningi eða nokkrum stjórnmálaflokki á Íslandi, enda er þetta spilling, þetta er ekkert annað og veður ekkert annað en gjörspilling. Þeir einu sem græða á þessu eru kjötvinnslur og eigendur þeirra sem fá núna að sameinast í eina stjóra kjötvinnslu sem mun stjórna öllum markaðinum og munu komast upp með það að borga ekki neitt fyrir vöruna til bænda og rukka almenning hámarksverð á sama tíma út í búð. Þetta mál hefði aldrei átt að verða að lögum. Það átt heima í pappírtætara á skrifstofu inni á Alþingi. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld komast upp með þessa glæpastarfsemi gagnvart bændum og almenningi er vegna þess að landbúnaður er ekki hluti af EES samningum og ekki hluti af EFTA samningum (sem eru fyrir fyrirtæki). Þetta er engu að síður skaðlegt fyrir íslenskan landbúnað. Þar sem ljóst er að verð mun hækka, gæði munu versna. Þetta mun einnig setja útflutning (þann litla sem er) á íslenskum landbúnaðarvörum í hættu. Enda munu fá fyrirtæki innan Evrópusambandsins hætta á það að versla við einokunarbatterí á Íslandi til þess að selja nokkur þúsund lambalæri frá Íslandi. Framleiðsla á öðru kjöti dugar varla fyrir innlendan markað, því er svo til enginn útflutningur á því en það sama gildir. Bændasamtök Íslands eru einnig sek í þessu máli, enda er þetta komið að mestu leiti frá þeim og þau styðja þessa breytingu. Það er kaldhæðni að þau eru núna í markaðsátakinu „enginn bóndi, enginn matur“ á sama tíma og þau sjá til þess að bændum verður útrýmt á Íslandi með öllu með þessari lagabreytingu. Sjá tilkynningu frá þeim hérna, „Yfirlýsing – frumvarp um framleiðendafélög“ (bondi.is 21. mars 2024). Þessi lög, eins og ég nefni hérna að ofan eru ekki að neinu leiti að sinna hagsmunum þeirra sem framleiða vöruna og þeirra sem neyta vörunnar. Þessi lög eru eingöngu sett til þess að þjónusta milliliði á Íslandi, sem eru þessar kjötafurðarstöðvar (sem eru einnig sláturhúsin innan þessa ramma). Ferill málsins á Alþingi bendir einnig sterklega til þess að hagsmunir hagsmunaaðila hafi verið hafðir að leiðarljósi en ekki hagsmunir almennings. Þar sem neikvæðar umsagnir um þessa lagabreytingu voru hafðar að engu þegar þessi lög voru samin og þær umsagnir sem komu inn í samráðsgátt stjórnvalda voru hafðar að engu. Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð, það kemur lítið á óvart, þar sem spilling hefur aldrei vönduð vinnubrögð. Ef Íslendingum finnst verð á lambakjöti hátt núna. Þá munu þeir þurfa að sætta sig við tugþúsunda hækkun á lambakjöti (og öðru kjöti) á næstu mánuðum eftir því sem áhrif þessara ólaga munu koma fram. Ég er ekki viss um að Íslendingar muni hafa efni á því að kaupa kjöt þegar áhrifin verða að fullu kominn fram eftir nokkur ár. Kjötvara verður dýr lúxusvara á Íslandi þegar áhrifin af þessum ólögum verða að fullu kominn fram. Þetta mun einnig búa til stórfelldan svartan markað með kjötvörur á Íslandi sem mun verða hættulegt heilsu fólks. Það er hratt verið að færa Ísland aftur til ársins 1960 til 1990 með þessum lagabreytingum og þær eru og verða aldrei til góða. Það er vonandi að Forseti Íslands neiti að skrifa undir þessi ólög og vísi þeim í þjóðaratkvæði, þar sem íslenska þjóðin getur þá hafnað þeim í eitt skipti fyrir öll. Þar sem þetta er eina hlutverk Forseta Íslands og það er komin þörf á því að það sé notað, þar sem íslenskum stjórnmálamönnum er augljóslega ekki treystandi til að gera það sem er rétt. Höfundur er rithöfundur og baráttumaður fyrir opnum, réttlátum samkeppnismarkaði í framleiðslu, þjónustu og sölu á vörum til almennings.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar