Af bókasafnsfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum ríkisbubbum Tumi Kolbeinsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar